Ólympíuleikarnir 2016 verđa í Rio de Janeiro

Alþjóða Ólympíunefndin ákvað á 121 fundi sínum sem haldinn var í Kaupmannahöfn nú fyrir helgi að Ólympíuleikarnir árið 2016 yrðu haldnir í Rio de Janeiro. 

Í fyrstu umferð var kosið á milli Madrid á Spáni, Rio de Janeiro, Chicago í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan.  Chicago fékk fæst atkvæði og því var kosið á milli hinna þriggja staðanna í annarri umferð. 

Í þriðju og síðustu umferð var kosið á milli Rio de Janeiro og Madrid og endaði Rio de Janeiro með stóran meirihluta atkvæða eða 66 á móti 32 atkvæðum Madrid. 

Það er von Badmintonsambandsins að Ísland muni eiga fulltrúa í badminton á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016.

Skrifađ 6. oktober, 2009
mg