Broddi kominn í úrslit

Broddi Kristjánsson er kominn í úrslit í einliðaleik í badminton á Heimsmeistaramóti öldunga 2009 sem fram fer í Punta Umbria á Spáni þessa dagana. Broddi spilar í flokknum 45 ára og eldri.

Úrslitaleikinn spilar Broddi á móti Kim Brodersen frá Danmörku.

Broddi hefur alls 43 sinnum orðið Íslandsmeistari í badminton, 14 sinnum í einliðaleik, 20 sinnum í tvíliðaleik og 9 sinnum í tvíliðaleik.

Þá spilaði Broddi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.

Broddi spilaði einnig í tvíliðaleik á Heimsmeistaramótinu ásamt Þorsteini Páli Hængssyni og komust þeir í 8 liða úrslit.

Árni Þór Hallgrímsson, Elsa Nielsen og Broddi Kristjánsson
Skrifađ 2. oktober, 2009
mg