Broddi og Ţorsteinn unnu Úkraínumennina á Heimsmeistaramóti öldunga

Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson spiluðu tvíliðaleik í morgun á móti Oleksandr Gebdovskyi og Igor Payos frá Úrkaínu á Heimsmeistaramóti öldunga sem fer fram á Spáni þessa dagana.  Broddi og Þorsteinn unnu leik sinn auðveldlega 21-9 og 21-10 á einungis 18 mínútum. 

Þeir félagar eru því komnir í 8 liða úrslit í flokknum MD40 eða tvíliðaleik karla eldri en 40 ára. 

Næst eiga þeir leik gegn Wattana Ampunsuwan og Narong Vanichitsarakul frá Taílandi. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Heimsmeistaramóti öldunga.

Skrifađ 1. oktober, 2009
mg