Atlamót ÍA um næstu helgi

Atlamót ÍA verður haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi um helgina. 

Atlamótið er haldið til minningar um Atla Þór Helgason, ötulan liðsmann Badmintonfélags ÍA, sem lést af slysförum árið 1980. 

Nokkur aukning er í þátttöku í mótinu frá því í fyrra en 81 keppandi er skráður í mótið frá 6 félögum, BH, ÍA, KR, TBR, UMFA og UMSB.  Á síðsta ári voru 73 keppendur skráðir til leiks. 

Mótið er fyrsta mót starfsársins innan stjörnumótaraðar BSÍ. 

Keppt verður í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki í öllum greinum. 

Keppni hefst klukkan 11 á laugardaginn og keppt verður fram að undanúrslitum þann dag. 

Á sunnudaginn hefst keppni klukkan 10 með undanúrslitum og svo úrslitum. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið og tímasetningar.

Skrifað 1. oktober, 2009
mg