Helgi úr leik á Bitburger Open

Helgi Jóhannesson keppti gegn Dananum Jan O. Joergensen í einliðaleik á Bitburger Open mótinu rétt í þessu.  Helgi tapaði fyrir Dananum 15-21 og 11-21.  Þar með lýkur þátttöku íslensku keppendanna á mótinu. 

Smellið hér til að sjá önnur úrslit á Bitburger Open. 

Næsta alþjóðlega mót sem Helgi og Ragna taka þátt í er Cyprus Badminton International á Kýpur dagana 8. - 11. október næstkomandi. 

Smellið hér til að sjá upplýsingar um Cyprus Badminton International.

Skrifađ 30. september, 2009
mg