Broddi og Ţorsteinn komnir í 16 liđa úrslit á Heimsmeistaramóti öldunga

Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson spila nú á Heimsmeistaramóti öldunga á Spáni. 

Broddi er kominn í 16 liða úrslit á mótinu þrátt fyrir að hafa ekki spilað einliðaleik á öllu mótinu.  Francisco Ruiz frá Spáni gaf leikinn, sem átti að fara fram í gær, sem hann átti að spila á móti Brodda. 

Broddi spilar einliðaleik á morgun, miðvikudag, á móti Jean-Jacques Bontemps frá Frakklandi. 

Broddi og Þorsteinn unnu fyrsta tvíliðaleik sinn á mótinu og áttu að keppa í gær, mánudag, á móti Pakistönunum Aftab Ahmed Khan og Iqbal Ahmed Khawaja en kempurnar frá Pakistan gáfu þann leik. 

Broddi og Þorsteinn keppa því á fimmtudaginn á móti Oleksadr Gebdovskyi og Igor Payos frá Úkraínu. 

Þeir eru því einnig komnir í 16 liða úrslit.  Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifađ 29. september, 2009
mg