Helgi og Ragna í Tékklandi

Í dag var Tékkland International mótið sett. 

Helgi Jóhannesson sigraði fyrsta andstæðing sinn, Nikulas PanaYoitou frá Kýpur, 21-5 og 21-15. 

Helgi og Ragna Ingólfsdóttir kepptu tvenndarleik á móti Milan Ludík og Kristínu Ludíková frá Tékklandi.  Þau kepptu þrjár lotur sem enduðu með sigri Tékkanna 21-17, 16-21 og 21-11. 

Helgi keppir aftur klukkan 15 í dag á móti Daniel Grassmuck frá Austurríki. 

Ragna keppir ekki í einliðaleik á mótinu.

Skrifađ 24. september, 2009
mg