Seinasti dagur Nordic Camp

Fyrsta æfing dagsins hófst á áframhaldandi einstaklingsþjálfun þar sem þjálfararnir voru að að vinna í veikleikum krakkanna í síðasta sinn í þessum búðum áður en lagt var af stað í einliðaleiksæfingar. Þær fólust í svokölluðum “multifeeding” æfingum þar sem mikið reynir á úthald spilara og einbeitingu.

Þar á eftir var svo farið í síðustu máltíðina í búðunum áður en lagt var af stað í lokaæfinguna. Í henni var farið í liðakeppni og krökkunum skipt upp í fjögur jafnsterk lið sem vakti mikla lukku hjá spilurunum enda margir spennandi og skemmtilegir leikir sem leiknir voru.

Svo lá leiðin heim á leið og allir fóru heim reynslunni og vitneskjunni ríkari.

 

Nordic Camp - þátttakendur 2009

 

Skrifað 11. ágúst, 2009
mg