Ragna sigra­i sŠnsku Emmu

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er nú stödd í Ungverjalandi þar sem hún tekur þátt í alþjóðlegu badmintonmóti. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Í fyrstu umferð mætti Ragna sænsku stúlkunni Emmu Wengberg. Ragna sigraði þá sænsku nokkuð örugglega 21-16  og 21-17. Emma er ein af fjórum bestu einliðaleiksstúlkum Svía og er um þessar mundir númer 125 á heimslistanum.

Önnur umferð mótsins fer fram síðar í dag og þá mætir Ragna annaðhvort króatískri eða indverskri stúlku. Hvorug þeirra hefur tekið þátt í mikið af alþjóðlegum mótum og er því erfitt að segja til um getu þeirra.

Smellið hér til að skoða heimasíðu mótsins.

Skrifa­ 2. nˇvember, 2007
ALS