Fréttir af Rögnu

Ragna æfir nú badminton af kappi eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Hún æfir hjá Skúla tvö kvöld í viku og Helgi Jóhannesson er með hana í einkatímum einu sinni í viku.

Þau Helgi, Magnús, Einar og Atli hafa stofnað hóp sem kallast “Team hardcore” og þau æfa saman tvisvar í viku.

Að auki er Ragna hjá einkaþjálfara í World Class.

Ragna mun byrja að keppa á alþjóðlegum mótum í september til þess að hækka sig á heimslistanum. Baráttan um að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012 hefst tveimur árum fyrir leikana og Ragna stefnir að sjálfsögðu á að komast á þá.

Skrifađ 5. ágúst, 2009
mg