Evrópukeppni félagsliđa hefst á morgun

Evrópukeppni félagsliða fer fram í Soffíu í Búlgaríu 24. til 28. túní.  Alls taka 20 lið þátt í keppninni og keppa fimm lið í fjórum riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram.

Í riðli eitt eru núverandi meistarar, rússneska liðið Primorye Vladivostok sem og heimaliðið SC Akademik NSA. Primorye Vladivostok eru með óbreytt lið frá síðustu keppni og eru því mjög sigurstranglegir. Ítalska liðið ASD Mediterranea Badminton er reynslumikið og gæti orðið í baráttunni um annað tveggja efstu sæta riðilsins.

Í riðli tvö er annað rússneskt lið, sem hélt keppnina fyrir ári, Favorit-Ramenskoe. Þeir dróust í riðilinn með spænska liðinu CB Soderinsa Rinconada sem þykir sigurstranglegt. Líklegt er að þessi tvö lið muni berjast um efsta sæti riðilsins. Ekki má þó gleyma portúgalska liðinu Uniao Desportiva De Santana sem á tíðum haft gert ýmsum liðum marga skráveifuna á liðnum árum.

Í riðli þrjú eru dönsku meistarnir Team Skælskør-Slagelse líklegir til afreka. Þeir eru þó ekki fullmannaðir þar sem leikmennina Peter Gade, Nathan Robertson og Donna Kellogg eru fjarri góðu gamin að þessu sinni. Í riðlinum eru einnig fyrrum Evrópumeistararnir Issy Les Moulineaux BC frá Frakklandi. Frakkarnir eiga eftir að eiga í mestu vandræðum með að eiga við Danina sem og BV Adliswil-Zürich frá Sviss sem eru öflugir.

Í riðli fjögur er besta lið Þýskalands BC Saarbrücken/Bischmisheim líklegt til afreka. Í liðinu eru margir af efnilegustu spilurum Þýskalands. Finnska liðið Östersundom IF er líklegast til að veita þeim harða keppni um sigur í riðlinum.

Skrifađ 23. júní, 2009
mg