Ţjálfarar og ţátttakendur sumarskólans

Nú er komið að hreint hvaða þjálfarar munu þjálfa í sumarskóla Badmintonsambands Evrópu í Karlskrona í júlí.

Níu þjálfarar munu sjá um þjálfunina en meðal þeirra eru þjálfarar sem áður hafa þjálfað í sumarskólanum auk nýrra.

Fyrrum landsliðsþjálfari Dana, Steen Pedersen, er einn þjálfaranna en auk hans munu Alan McIlvain frá Skotlandi, Peter Mouritsen frá Danmörku, An Soenens frá Belgíu, Vlada Cherniavskava frá Belarus, Rebecca Pantaney frá Englandi, Fran Dacal frá Spáni, Salim Bin Sameon frá Malasíu og Peter Gustafsson frá Svíþjóð sjá um þjálfunina.

87 þátttakendur frá 26 löndum munu taka þátt í sumarskólanum, sem að þessu sinni verður í Karlskrona í Svíþjóð frá 11. – 18. júlí nk.

Smellið hér til að sjá lista yfir þátttakendur sumarskólans 2009.

Smellið hér til að sjá heimasíðu sumarskólans.

Skrifađ 10. júní, 2009
mg