Helgi ţrefaldur sigurvegari á Meistaramóti BH

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson, TBR, sigraði þrefalt á Meistaramóti BH sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina.

Flest af besta badmintonfólki landsins var á meðal keppenda á mótinu sem gekk mjög vel.

Meistaramót BH var síðasta badmintonmót vetrarins hér á Íslandi. Landsliðsfólkið er þó ekki komið í sumarfrí því það keppir á Heimsmeistaramóti landsliða í Kína í maí.

Í einliðaleik sigraði Helgi Magnús Inga Helgason, TBR, í úrslitaleik 21-10 og 21-18. Þeir Magnús Ingi og Helgi léku síðan saman í tvíliðaleik þar sem þeir sigruðu Njörð Ludvigsson og Ástvald Heiðarsson, TBR, í úrslitum 21-13 og 21-15. Í tvenndarleik sigraði Helgi með Elínu Þóru Elíasdóttur en þau mættu í úrslitum Snjólaugu Jóhannsdóttur og Atla Jóhannessyni, TBR.

Skagakonan Karitas Ósk Ólafsdóttir sigraði tvöfalt á mótinu í meistaraflokki kvenna. Í einliðaleik sigraði hún Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-14 og 21-18. Í tvíliðaleik léku þær Snjólaug og Karitas saman og sigruðu naumlega unglingalandsliðsstelpurnar Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur, TBR, 10-21, 22-20 og 21-11.

Bestum árangri í A-flokki náði Egill Guðlaugsson, ÍA, en hann sigraði bæði í einliðaleik og tvenndarleik með Karitas Evu Jónsdóttur.

Steinn Þorkelsson, einnig úr ÍA, náði bestum árangri í B-flokki en hann sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum Jóhannesi.

Hægt að skoða öll úrslit á Meistaramóti BH 2009 með því að smella hér.

Skrifađ 25. apríl, 2009
mg