Vel heppna­ Meistaramˇt ═slands

Meistaramót Íslands fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og tókst að skapa frábæra umgjörð í Hafnarfirðinum. Badmintonsamband Íslands og Badmintonfélag Hafnarfjarðar þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd og skipulagningu mótsins fyrir aðstoðina.

Tinna Helgadóttir, TBR, verður að teljast sigurvegari Meistaramótsins í ár. Hún sigraði þrefalt á mótinu og bættist þar með í hóp sextán annarra leikmanna sem náð hafa þeim merka árangri í rúmlega 60 ára sögu mótsins. Auk þess að sigra í einliðaleik sigraði Tinna í tvíliðaleik með Erlu Björg Hafsteinsdóttur, BH, og tvenndarleik með Magnúsi Inga bróður sínum.

Helgi Jóhannesson, TBR, og Magnús Ingi Helgason, TBR, urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar um helgina. Helgi sigraði í einliðaleik, Magnús í tvenndarleik og saman sigruðu þeir svo í tvíliðaleiknum.

Íslandsmeistarar fullorðinna í badminton 2009

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla
1. Helgi Jóhannesson, TBR
2. Hugi Heimirsson, TBR

Einliðaleikur kvenna
1. Tinna Helgadóttir, TBR
2. Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA

Tvíliðaleikur karla
1. Helgi Jóhannesson/Magnús Ingi Helgason, TBR
2. Þorsteinn Páll Hængsson/Broddi Kristjánsson, TBR

Tvíliðaleikur kvenna
1. Tinna Helgadóttir, TBR/Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH
2. Elsa Nielsen/Vigdís Ásgeirsdóttir, TBR

Tvenndarleikur
1. Magnús Ingi Helgason/Tinna Helgadóttir, TBR
2. Broddi Kristjánsson/Elsa Nielsen, TBR

A-flokkur

Einliðaleikur karla
1. Egill Guðlaugsson, ÍA
2. Ragnar Harðarson, ÍA

Einliðaleikur kvenna
1. Margrét Jóhannsdóttir, TBR
2. María Árnadóttir, TBR

Tvíliðaleikur karla
1. Ingólfur Ragnar Ingólfsson/Sævar Ström, TBR
2. Andrés Ásgeir Andrésson/Sigurjón Jóhannsson, UMFA

Tvíliðaleikur kvenna
1. Anna Lilja Sigurðardóttir/Margrét Dan Þórisdóttir, BH
2. Ylfa Rún Sigurðardóttir/Berta Sandholt, TBR

Tvenndarleikur
1. Margrét Dan Þórisdóttir/Kristján Daníelsson, BH
2. Anna Lilja Sigurðardóttir/Frímann Ari Ferdinandsson, BH

B-flokkur

Einliðaleikur karla
1. Snorri Tómasson, TBR
2. Vilhjálmur Jónsson, Huginn

Einliðaleikur kvenna
1. Ivalu Birna Falck-Petersen, TBA
2. Sigríður Árnadóttir, TBR

Tvíliðaleikur karla
1. Bjarki Gíslason/Árni Magnússon, UMFA
2. Eyþór Andri Rúnarsson/Snorri Tómasson, TBR

Tvíliðaleikur kvenna
1. Hulda Jónasdóttir/Ingunn Gunnlaugsdóttir, BH
2. Sigríður Árnadóttir/Jóna Kristín Hjartardóttir, TBR

Tvenndarleikur
1. Steinn Þorkelsson/Irena Rut Jónsdóttir, ÍA
2. Þorkell Ingi Eriksson/Unnur Björk Elíasdóttir, TBR

Æðstiflokkur - 50 ára og eldri

Einliðaleikur karla
1. Haraldur Kornelíusson, TBR
2. Gunnar Bollason, TBR

Tvíliðaleikur karla
1. Hannes Ríkarðsson/Víðir Bragason, TBR
2. Haraldur Kornelíusson/Gunnar Bollason, TBR

Tvenndarleikur
1. Gunnar Bollason/Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, TBR
2. Haraldur Kornelíusson/Sigríður María Jónsdóttir, TBR

Heiðursflokkur - 60 ára og eldri

Einliðaleikur karla
1. Hörður Benediktsson, TBR
2. Frímann Sturluson, TBR

Tvíliðaleikur karla
1. Sigurður Guðmundsson/Óskar Óskarsson, TBR
2. Hörður Benediktsson/Frímann Sturluson, TBR

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands 2009.

Myndir frá mótinu má finna í myndasafninu hér á síðunni. Hægt er að slá inn nöfn í leit til að finna myndir af ákveðnum einstaklingum en einnig er hægt að velja flokkinn Meistaramót Íslands og skoða þar allar myndir.

Skrifa­ 30. mars, 2009
BH