Helgi varđi titilinn

Helgi Jóhannesson varði Íslandsmeistaratitil sinn í einliðaleik karla þegar hann sigraði Huga Heimirsson í úrslitum 21-10 og 21-18. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Helga en hann sigraði líka árin 2005, 2006 og 2008.

Helgi lék frábærlega í úrslitaleiknum og hafði yfirhöndina nær allan tíman. Í seinni hluta annarar lotu komst Hugi betur í gang og jafnaði undir lok lotunnar en náði þó ekki að hafa sigurinn af Helga.

Nú er í gangi einliðaleikur kvenna í meistaraflokki en þar leika þær Tinna Helgadóttir, TBR, og Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton með því að smella hér. Einnig er hægt að horfa á beina útsendingu á www.ruv.is.

 

Skrifađ 29. mars, 2009
BH