Spennandi keppni framundan

Úrslitaleikir í meistaraflokki á Meistaramóti Íslands hefjast kl.13.50 í dag. Áhorfendur eru beðnir að vera komnir tímanlega í hús því bein útsending frá úrslitaleikjunum hefst á slaginu 13.50. Byrjað verður á úrslitum í tvenndarleik.

Til úrslita leika eftirfarandi leikmenn.

Tvenndarleikur
Magnús Ingi Helgason/Tinna Helgadóttir - Broddi Kristjánsson/Elsa Nielsen

Einliðaleikur karla
Hugi Heimirsson - Helgi Jóhannesson

Einliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir - Karitas Ósk Ólafsdóttir

Tvíliðaleikur karla
Helgi Jóhannesson/Magnús Ingi Helgason - Broddi Kristjánsson/Þorsteinn Páll Hængsson

Tvíliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir/Erla Björg Hafsteinsdóttir - Elsa Nielsen/Vigdís Ásgeirsdóttir

Úrslit verða uppfærð hér á netinu um leið og leikjum lýkur.

Á meðan úrslitaleikir í meistaraflokki fara fram býður Badmintonfélag Hafnarfjarðar áhorfendum í vöfflur og kaffi í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Þá fá allir krakkar Svala og blöðrur.

Skrifađ 29. mars, 2009
BH