Strandgatan komin í badmintonbúning

Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði er sannarlega komið í badmintonbúning. Búið er að setja upp fimm badminton keppnismottur í húsinu sem setja mikinn hátíðarsvip á það. Þá er einnig búið að setja upp auka ljóskastara fyrir utan vellina sem gefa mun betri birtu en áður var í húsinu.

Motturnar og lýsingin eiga án efa eftir að njóta sín vel í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá úrslitaleikjum Meistaramóts Íslands á sunnudaginn.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkvöldi þegar unga kynslóðin í Hafnarfirðinum var að prufukeyra aðstöðuna.

 

Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði komið í badmintonbúning fyrir Meistaramót Íslands.

 

Skrifađ 27. mars, 2009
BH