Hverjir ver­a ═slandsmeistarar?

Það styttist óðum í að Meistaramót Íslands hefjist í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og ljóst að það er mikil spenna framundan. Á mótinu keppir besta badmintonfólk landsins um Íslandsmeistaratitlana eftirsóttu. Til leiks eru skráðir 158 keppendur frá níu félögum víðsvegar af landinu. Fjölmennastir eru TBR-ingar en fyrir þeirra hönd keppa 90 leikmenn á mótinu. Næst fjölmennastir eru heimamenn úr Hafnafirði sem senda 21 leikmann til keppni.

Í einliðaleik kvenna er ljóst að Íslandsmeistari síðasta árs, Ragna Ingólfsdóttir, verTinna Helgadóttir keppti í fyrsta sinn í dönsku úrvalsdeildinni fyrir Greve gegn BS Köbenhavn. Hún tapaði í sínum fyrsta leik en þótti sýna góða takta. ekki titil sinn. Ragna fór eins og kunnugt er í krossbandaaðgerð í haust eftir Ólympíuleikana en stefnir á að koma af fullum krafti til keppni á ný næsta haust. Þær Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA, og Snjólaug Jóhannsdóttir, TBR, teljast sigurstranglegastar í meistaraflokki kvenna þetta árið enda hafa verið sigursælastar á mótunum hér heima í vetur. Það er þó ljóst fleiri munu gera atlögu að titlinum og ber þar helst að nefna Tinnu Helgadóttur, sem leikið hefur með danska úrvalsdeildarliðinu Greve í vetur og náð mjög góðum árangri. Tinna hefur aðeins keppt í einu móti hér heima í vetur og fær því ekki röðun í Meistaramótinu um helgina.

 

Helgi Jóhannesson, TBR, er með fyrstu röðun í einliðaleik karla á mótinu og því talinn líklegur til að verja titil sinn um helgina. Magnús Ingi Helgason, TBR, mun þó án efa veita honum mikla keppni enda hafa þeir félagar háð margar jafnar rimmur í vetur þar sem Magnús Ingi sigraði í tveimur úrslitaleikjum af fimm. Bræðurnir Björn, Borgar og Hugi Heimirssynir sem eru búsettir í Svíþjóð mæta allir til leiks á Meistaramótið um helgina. Hugi sem er elstur bræðranna keppti fyrir Svíþjóð í alþjóðlegum mótum á árunum 2003-2006 og var um tíma í kringum 70 sætið á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Hann hefur ekki sést mikið í badmintonkeppnum síðan þá en er nú kominn af stað aftur og þykir til als líklegur.

Systurnar Halldóra Elín og Snjólaug Jóhannsdætur, TBR, hafa nauma forystu á Skagastúlkurnar Karitas Ósk Ólafsdóttur og Birgittu Rán Ásgeirsdóttur á íslenska styrkleikalistanum í meistaraflokki kvenna. Þessi tvö pör sem tróna á toppi listans þykja einna líklegust til að taka titil í Hafnarfirðinum um helgina. Þá verða gömlu kempurnar Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir, TBR, einnig að teljast líklegar til að hampa titli um helgina en þær hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar saman árin 1995-1998. Í vetur hafa þær einnig verið að gera góða hluti og sigrað í tveimur mótum.

Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason, TBR, hafa verið í algjörum sérflokki tvíliðaleikspara hérlendis síðustu ár ásamt því að þeir hafa náð mjög góðum árangri í alþjóMagnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannessonðlegri keppni. Þeir urðu Íslandsmeistarar saman árin 2007 og 2008 og vinna sér því tvíliðaleiksbikarana til eignar sigri þeir einnig í ár. Öldungarnir Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson, TBR, og ungu strákarnir Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen,TBR, eru einna líklegastir til að gera þeim erfitt fyrir að halda titlinum.
Tvenndarleikurinn er eins og svo oft áður sú grein þar sem erfiðast er að spá fyrir um úrslit. Mjög mörg jöfn og góð lið eru skráð til keppni í ár og því allt opið í báða enda. Núverandi Íslandsmeistarar, systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn, teljast líkleg til að gera góða hluti um helgina. Þá er einnig vert að fylgjast vel með þeim Atli Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur sem hafa staðið sig mjög vel í vetur og staðið uppi sem sigurvegarar í fjórum mótum af sjö.

Það er ekki aðeins keppt um Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki um helgina. Leikmenn í A, B og öldungaflokkum munu einnig etja kappi um þann mikla heiður að krýnast Íslandsmeistarar. Keppt er í tveimur flokkum öldunga 50+ og 60+. Í A-flokki keppa margir af bestu leikmönnum unglingalandsliðanna ásamt leikmönnum á ýmsum aldri sem sumir hverjir hafa keppt í meistaraflokki á árum áður. B-flokkurinn er gjarnan mjög breiður aldurslega séð en þar keppir jafnan skemmtileg blanda af yngri og eldri leikmönnum.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Meistaramóts Íslands 2009. Upplýsingar um Íslandsmeistara í badminton frá upphafi má nálgast með því að smella hér.

Skrifa­ 25. mars, 2009
BH