Snjólaug og Atli með forystu á SPRON mótaröðinni

Sjötta mótinu á SPRON mótaröð BSÍ veturinn 2008-2009 lauk í KR-heimilinu í dag. Um var að ræða Óskarsmót KR í einliðaleik A og B flokks. Fyrri hluti mótsins þar sem keppt var í meistaraflokki fór fram 25.janúar.

Snjólaug Jóhannsdóttir úr TBR er með forystu á mótaröðinni í meistaraflokki kvenna og hefur dágott forskot á þær Karitas Ósk Ólafsdóttur, ÍA, og Idu Larusson, BH. Í meistaraflokki karla er Atli Jóhannesson með forystuna en fast á hæla hans fylgir bróðir hans Helgi Jóhannesson. Þá er Daníel Thomsen í þriðja sætinu nokkuð langt á eftir þeim bræðrum.

Í A-flokki eru það Sigrún María Valsdóttir, BH, og Egill G. Guðlaugsson, ÍA, sem hafa forystuna á SPRON mótaröðinni.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um SPRON mótaröð BSÍ veturinn 2008-2009 og hér til að skoða styrkleikalista BSÍ.

Atlamót ÍA. Snjólaug Jóhannsdóttir og Atli Jóhannesson sigursæl í meistaraflokki.

Snjólaug Jóhannsdóttir og Atli Jóhannesson hafa verið sigursæl á mótum vetrarins.

Skrifað 8. febrúar, 2009
ALS