EM U19 landsli­i­ vali­

Landsliðsþjálfarinn Árni Þór Hallgrímsson hefur valið U19 landsliðið sem keppir á Evrópumóti unglinga á Ítalíu í apríl. Í liðinu eru Egill Guðlaugsson, ÍA, Kári Gunnarsson, TBR, Kjartan Pálsson, TBR, Elín Þóra Elíasdóttir, TBR, Rakel Jóhannesdóttir, TBR og Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR.

Á Evrópumóti unglinga er bæði keppt í liða- og einstaklingskeppni. Mótið hefst á liðakeppninni sem leikin verður frá 3.-7.apríl. Íslenska liðið dróst í riðil með Þýskalandi, Eistlandi og Póllandi. Einstaklingskeppnin fer fram 8.-12.apríl og verður niðurröðun hennar birt í lok mars mánaðar.

Smellið hér til að skoða heimasíðu mótsins og hér til að skoða upplýsingar um mótið á heimasíðu Badminton Europe.

 

Skrifa­ 5. febr˙ar, 2009
ALS