Ăfingab˙­ir Ý Hverager­i

Hjá Badmintondeild Hamars iðka tæplega 60 börn og unglingar badminton af miklum krafti undir stjórn Sigurðar Blöndal.

Dagana 23.-24.janúar síðastliðinn var deildin með æfingabúðir fyrir iðkendur sína. Fræðslustjóri Badmintonsambandsins, Anna Lilja Sigurðardóttir, fór í heimsókn og stjórnaði æfingum hjá duglegum og skemmtilegum hópum deildarinnar. Kennd voru nokkur plathögg ásamt því að leikmenn kynntust fjölbreyttum spilaformum. 

Smellið hér til að skoða myndir frá heimsókninni.

Heimsókn BSÍ til Hveragerðis í janúar 2009. Miðhópur Badmintondeildar Hamars

Skrifa­ 27. jan˙ar, 2009
ALS