Deildakeppni BSÍ framundan

Íslandsmót liða í badminton, Deildakeppni BSÍ, fer fram í TBR húsunum 30.janúar til 1.febrúar næstkomandi. Mótið er einn af stærstu viðburðum ársins í íslensku badmintoni enda fjölmennt og fjörugt.

Keppt er í þremur deildum: Meistara-, A- og B-deild. Nokkur fjölgun hefur verið á fjölda liða milli ára undanfarið og því keppnin í örum vexti. Í fyrra sigruðu lið TBR í öllum deildum keppninnar. TBR Öllarar í Meistaradeildinni, TBR Geitungar í A-deild og TBR Púkar í B-deild.

Badmintonfélög hafa frest þangað til kl.12.00 næstkomandi föstudag til að skila inn skráningum í keppnina. Hvert félag má senda eins mörg lið og það kýs í keppnina. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Deildakeppni BSÍ 2009 og hér til að skoða úrslit frá Deildakeppnum fyrri ára.

TBR Púkar. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jón Matthíasson, Lárus Árni Hermannsson, Magnús Guðmundsson, Ómar Sigurbergsson, Óskar Sigurmundason, Berglind Johansen, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Stella Matthíasdóttir

Skrifað 20. janúar, 2009
ALS