Riðill Íslands í Tyrklandi sterkur

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari í badminton er staddur í Istanbul í Tyrklandi ásamt U17 landsliði Íslands í badminton. Hann segir skipulagið hjá Tyrkjunum ekki vera sérstaklega gott og margt óljóst þegar íslenska liðið kom til borgarinnar á mánudaginn. Liðið er þó búið að koma sér vel fyrir núna og hefur það ágæt í 20 stiga hita og blíðu.

Íslenska liðið beið lægri hlut fyrir Austurríki í morgun eins og fram kom hér á síðunni en mætir Sviss síðar í dag. Árni telur að leikurinn gegn Sviss verði mjög erfiður. Hann hefur nú séð öll liðin í riðlinum spila og segir þau mjög sterk og að það verði erfitt fyrir okkar lið að vinna. Andinn í hópnum er þó mjög góður og allir ætla að berjast fyrir sínu.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í mótinu beint á vefnum með því að ýta á hnappinn Live scoring efst í hægra horninu á síðunni.

Skrifað 24. oktober, 2007
ALS