ReykjavÝk International vel heppna­

Alþjóðlega íþróttamótið Reykjavík International sem fram fór í Laugardalnum um helgina þótti heppnast mjög vel og er stefnt á að mótið verði árlegur viðburður í Reykjavík.

Badmintonkeppnin fór fram í TBR húsunum og var bæði fjölmenn og spennandi. Alls tóku rúmlega 130 börn og unglingar þátt í mótinu frá níu félögum víðsvegar af landinu auk þátttakenda frá danska félaginu KBK.

Dönsku gestirnir tóku þátt í U19 aldursflokknum. Bestum árangri í þeim flokki náðu þau Kári Gunnarsson og Rakel Jóhannesdóttir en bæðu sigruðu þau í einliða- og tvíliðaleik. Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að vinna þrefalt á mótinu um helgina en það voru TBR-ingarnir Sigríður Árnadóttir í U13, Gunnar Bjarki Björnsson í U15 og Margrét Jóhannsdóttir í U15.

Smellið hér til að skoða úrslit mótsins.  Á vef RÚV er hægt að horfa á þátt um Reykjavik International þar sem meðal annars er sýnt frá opnunarhátíð í Laugardalslaug og keppni í flestum greinum.

Skrifa­ 19. jan˙ar, 2009
ALS