Jólamót unglinga

Næstkomandi laugardag, 20.desember, fer Jólamót Unglinga fram í TBR-húsunum við Gnoðarvog. Á mótinu er keppt í einliðaleik með aukaflokki í aldursflokkunum U13, U15, U17 og U19.

Tæplega 100 leikmenn frá fjórum félögum taka þátt í mótinu sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra þegar um 80 tóku þátt.

Keppni hefst kl. 10.00 á laugardag og er áætlað að henni ljúki um kl.16. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifađ 17. desember, 2008
ALS