Helgi og Magnús úr leik í Írlandi

Íslandsmeistararnir í tvíliðaleik karla, þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason, eru úr leik á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Irish International sem fram fer í Dublin þessa dagana.

Þeir töpuðu í 16-liða úrslitum fyrir danska parinu Mikkel Elbjoern og Mads Pieler Kolding 21-18 og 21-15. Elbjoern og Kolding hafa náð ágætis árangri í alþjóðlegum mótum undanfarin misseri og eru númer 101 á heimslistanum.

Fyrr í kvöld sigruðu Magnús Ingi og Helgi Slóvakana Matevz Bajuk og Ales Murn 21-19, 18-21 og 21-8.

Helgi og Magnús eru einnig úr keppni í einliðaleik en Magnús tapaði í 16-liða úrslitum fyrr í dag og Helgi í undankeppni mótsins í gær.

Smellið hér til að skoða úrslit leikja á Yonex Irish International.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifađ 5. desember, 2008
ALS