TBR 70 ára í dag

Í dag eru liðin 70 ár síðan elsta badmintonfélag landsins, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, var stofnað. Í tilefni afmælisins verða hátíðahöld á vegum félagsins í janúar.

Íslendingar kynntust fyrst badmintoníþróttinni í gegnum Jón Jóhannesson sem var einn af stofnendum TBR árið 1938 og fyrsti formaður félagsins. Þegar Jón, sem var fimleikamaður, var í viðskiptaferð í Danmörku árið 1933 heyrði hann að badminton væri vinsæl íþrótt í Danmörku og ákvað að kynna sér hana nánar. Hann flutti heim með sér spaða og kúlur og fór að kynna félögum sínum fyrir þessari skemmtilegu íþróttagrein. Fimm árum síðar var TBR síðan stofnað með hann í fararbroddi.

Í Sögu TBR eftir Ármann Þorvaldsson má lesa skemmtilega frásögn um komu badmintoníþróttarinnar til landsins og brautryðjenda starfið fyrstu árin.

Sigfús Ægir Árnason og Ríkarður Pálsson taka forskot á sæluna og spila í hálfbyggðu TBR húsi.
Skrifađ 4. desember, 2008
ALS