Heimsˇkn ß Siglufj÷r­

Helgina 14.-16.nóvember var fræðslustjóri Badmintonsambandsins í heimsókn hjá Tennis-og badmintonfélagi Siglufjarðar. Markmið ferðarinnar norður var að veita iðkendum og þjálfara innblástur í þjálfunina enda alltaf gaman að kynnast því sem aðrir eru að gera og fá nýjar hugmyndir til að nýta á badmintonæfingunum.

Siglufjörður er gamalt badmintonstórveldi sem átti marga meistara á árum áður. Síðari ár hefur María Jóhannsdóttir haldið uppi starfi félagsins af miklum eldmóð. Frá árinu 2000 hefur iðkendum farið fjölgandi og starfið blómstrað. Siglfirðingar vekja gjarnan athygli þegar þeir mæta á opin mót enda alltaf fjölmennur hópur sem fylgir Maríu þjálfara.

María Jóhannsdóttir þjálfari og yngstu badmintonkrakkarnir á Siglufirði

Fjórir hópar mættu á badmintonæfingarnar á vegum BSÍ og TBS um helgina. Byrjendahópurinn sem hóf æfingar hjá félaginu í haust fékk eina æfingu. Tveir hópar lengra kominna iðkenda, 5.-7.bekkur og 8.-10.bekkur, fengu þrjár æfingar. Krakkarnir stóðu sig vel, voru bæði áhugasöm, kurteis og tóku vel leiðsögn. Þau lærðu nokkur ný högg og spiluðu fjölbreytta leiki. Á Siglufirði spilar hópur fullorðinna badminton af miklum krafti. Hluti þeirra mættu í íþróttahúsið á laugardeginum og fengu leiðsögn í ýmsum grunnatriðum badmintoníþróttarinnar.

Í byrjun desember haldur TBS sitt árlega unglingamót. Eins og flest badmintonfélög á landinu notar TBS mótahugbúnaðinn Tournament Software til að skipuleggja mótið. Fræðslustjóri fór yfir notkun hugbúnaðarins og skerpti á ýmsum atriðum sem ekki voru á hreinu með forsvarsmönnum til að auðvelda þeim skipulagninguna á mótinu sem framundan er.

Mótttökurnar á Siglufirði voru höfðinglegar. Hátíðarmatur og hnallþórur í hverri máltíð. Vonandi að heimsókn BSÍ norður á Siglufjörð hafi haft hvetjandi áhrif á skemmtilegan hóp badmintonfólks á svæðinu.

Hressir krakkar í TBS á námskeiði hjá BSÍ.

Skrifa­ 17. nˇvember, 2008
ALS