Bjartara framundan var­andi landsli­sverkefni

Badmintonsambandið hefur síðustu daga fundað með aðildarfélögum sem eiga landsliðsfólk innan sinna raða um landsliðsverkefni vetrarins. Eins og flestum er kunnugt um var búið að frysta öll verkefni landsliðsins í bili og segja upp samningi við landsliðsþjálfara sambandsins.

Ekki hefur náðst lending á öllum sviðum en það má segja að bjartara sé framundan varðandi landsliðsferðir. Niðurstöðan eftir fundi með aðildarfélögunum er sú að með samvinnu allra aðila munu landsliðin komast í sín hefðbundnu verkefni og er það afar ánægjulegt.

Stjórn BSÍ mun funda áfram um landsliðsmálin í næstu viku og verður greint frá niðurstöðum í framhaldinu.

Skrifa­ 6. nˇvember, 2008
ALS