Sparisjóðsmót Keflavíkur um helgina

Badmintondeild Keflavíkur heldur sitt áralega unglingamót um næstu helgi, Sparisjóðsmót Keflavíkur. Mótið er opið fyrir börn og unglinga í flokkunum U11-U15 sem ekki hafa unnið til verðlauna fyrir sitt félag á opnum mótum. Sparisjóðsmótið hefur verið mjög vinsælt mót um árabil og hentar sérstaklega vel fyrir þá leikmenn sem ekki hafa keppt mikið og eru jafnvel að stíga sín fyrstu skref í badmintoníþróttinni.

Keppni hefst kl. 10.00 laugardaginn 8.nóvember. Byrjað verður á því að leika í U11 flokknum þar sem spilaðir verða eins margir leikir og mögulegt er á tveimur klukkustundum. Allir fá síðan viðurkenningu fyrir þátttökuna í lokin. Klukkan 12.00 hefst keppni í U13 og U15 aldursflokkunum þar sem keppt er í einliða- og tvíliðaleik. Spilað verður fram eftir degi og lýkur mótinu seinni part laugardags.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Sparisjóðsmót Keflavíkur.

Skrifað 3. nóvember, 2008
ALS