Sigríður, Margrét og Rakel unnu þrefalt

Vetrarmót unglinga fór fram í TBR-húsunum um helgina og var hart barist í öllum flokkum. Þrjár stúlkur unnu það frábæra afrek að sigra þrefalt á mótinu en það voru þær Sigríður Árnadóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir sem allar eru í TBR.

Sigríður Árnadóttir sigraði þrefalt í U13 flokknum en í tvenndarleik lék hún með Daníeli Jóhannessyni og tvíliðaleik með Jónu Hjartardóttur.

Margrét Jóhannsdóttir vann allt sem hægt var að vinna í U15 flokknum. Með henni í tvíliðaleik var Sara Högnadóttir en í tvenndarleik Gunnar Bjarki Björnsson.

Rakel Jóhannesdóttir náði sínum þremur titlum í tveimur aldursflokkum en hún sigraði í tvenndarleik í U19 með Kjartani Pálssyni. Einliðaleikinn og tvíliðaleikinn með Elínu Þóru Elíasdóttur sigraði hún hinsvegar í U17 flokknum.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Vetrarmóti unglinga 2008.

Skrifað 27. oktober, 2008
ALS