Badmintonkynning í Setbergsskóla

Íþróttir eru vinsæll valáfangi í 10.bekk Setbergsskóla í Hafnarfirði. Í áfanganum fá nemendur kynningu á fjölmörgum íþróttagreinum, þeir læra leikreglur vel og fá að reyna sig í greininni.

Badmintonsambandið heimsótti Setbergsskóla í vikunni og kynnti íþróttavals hópnum badmintoníþróttina. Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir í hinum ýmsu æfingum og leikjum. Í íþróttahúsi skólans er aðeins einn badmintonvöllur en íþróttakennarar skólans eru hugmyndaríkir og láta það ekki á sig fá. Með því að búa til litla velli þvert yfir salinn er hægt að spila badminton á þremur til fjórum völlum og því ekkert því til fyrirstöðu að hafa badminton í íþróttatímum skólans.

Meðfylgjandi mynd er af þeim Jakobi og Kristjóni nemendum í 10.bekk Setbergsskóla.

Heimsókn í íþróttaval 10.bekkjar í Setbergsskóla. Jakob og Kristjón voru áhugasamir um badmintoníþróttina.

Skrifađ 24. oktober, 2008
ALS