Hörku keppni í Strandgötunni

Um helgina fór fram í Strandgötunni í Hafnarfirði, Unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Mótið var spilað sem liðakeppni milli félaga og kepptu nítján lið í fjórum flokkum. Hörku keppni var í Strandgötunni og margir mjög skemmtilegir leikir fóru fram.

Í U13 flokknum kepptu sex lið, Hamar, ÍA, BH og þrjú lið frá TBR. Öll liðin kepptu við alla í riðli þar sem TBR z liðið stóð uppi sem sigurvegari.

Í U15 flokknum voru aðeins þrjú lið skráð til keppni og því var leikin tvöföld umferð. Liðið TBR y sigraði U15 keppnina með glæsibrag.

Fimm lið kepptu í flokki U15-U17 B-liða, Hamar, Keflavík, UDN úr Búðardal og tvö BH lið. BH 1 liðið sigraði keppnina í flokknum eftir mikla baráttu við lið Hamars úr Hveragerði.

Í elsta flokknum U17-U19 A var mjög hörð keppni milli liðanna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá flotta leiki milli stráka og stelpna en ekki var gerður greinamunur á kynjunum í mótinu. Lið Badmintonfélags Akraness sigraði flokkinn naumlega.

Smellið hér til að skoða öll úrslit Unglingamóts BH 2008.

Unglingamót BH - liðakeppni milli félaga. Sigurvegarar í U13 flokknum, TBR z. Davíð Bjarni Björnsson, Alex Harri Jónsson, Sigríður Árnadóttir, Kolbeinn Brynjarsson og Vignir Haraldsson.

Skrifađ 21. oktober, 2008
ALS