Magnús og Helgi bestir í Slóvakíu

Íslandsmeistararnir Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson sigruðu í dag á alþjóðlega badmintonmótinu HEAD Slovak Open í tvíliðaleik. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Þetta er önnur helgin í röð sem þeir Magnús Ingi og Helgi sigra alþjóðlegt mót en um síðustu helgi unnu þeir mót á Kýpur.

Í úrslitaleiknum mættu þeir Jakub Bitman frá Tékklandi og Zvonimir Durkinjak frá Króatíu. Þeir Bitman og Durkinjak voru fyrirfram taldir líklegastir til að sigra mótið og eru númer 53 á heimslistanum. Sannarlega frábær árangur hjá íslensku strákunum.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á HEAD Slovak Open.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifađ 19. oktober, 2008
ALS