Snjˇlaug sigra­i ■refalt ß Akranesi

Annað mót vetrarins á SPRON mótaröð Badmintonsambandsins, Atlamót ÍA, fór fram á Akranesi um helgina. Snjólaug Jóhannsdóttir úr TBR var sigursælust allra þátttakenda í meistaraflokki um helgina en hún sigraði þrefalt og tapaði því ekki einum einasta leik á mótinu.

Í úrslitum í einliðaleik mætti Snjólaug Karitas Ósk Ólafsdóttur úr Badmintonfélagi Akraness og sigraði 21-18 og 21-15. Í tvíliðaleiknum sigraði Snjólaug með Idu Larusson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar þær Karitas Ósk Ólafsdóttur og Birgittu Rán Ásgeirsdóttur frá Akranesi 21-17 og 21-16.

Atli Jóhannesson, TBR, lék með Snjólaugu í tvenndarleik en í úrslitum sigruðu þau Kjartan Ágúst Valsson og Idu Larusson úr Hafnarfirði 21-16 og 21-12. Atli sigraði einnig í einliðaleik karla en í úrslitum lék hann gegn Skagamanninum Róberti Þór Henn og sigraði 21-13 og 21-13.

Þeir Njörður Ludvigsson og Ástvaldur Frímann Heiðarsson úr TBR sigruðu í tvíliðaleik karla um helgina en í úrslitaleiknum lögðu þeir þá Arthur Geir Jósefsson og Bjarka Stefánsson sem einnig eru í TBR 18-21, 23-21 og 21-16.

Skagamaðurinn Steinn Þorkelsson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í B-flokk á Atlamótinu um helgina. Þá sigraði TBR-ingurinn Áslaug Jónsdóttir bæði í tvíliða- og tvenndarleik í A-flokki.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Atlamóti ÍA 2008.

Myndir af vinningshöfum í meistarflokki má finna í myndasafninu hér á síðunni.

Atlamót ÍA. Snjólaug Jóhannsdóttir og Atli Jóhannesson sigursæl í meistaraflokki.

Skrifa­ 13. oktober, 2008
ALS