Helgi frá keppni nćstu mánuđi

Einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í badminton og núverandi Íslandsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik, TBR-ingurinn Helgi Jóhannesson, þarf að taka sér frí frá badminton æfingum og keppni næstu mánuðina.

Helgi hefur um tíma átt við vandamál í baki að stríða sem hafa versnað mikið að undanförnu. Hann varð að gefa úrslitaleikinn í tvíliðaleik á TBR opna mótinu fyrir nokkrum vikum útaf meiðslunum. Eftir læknisskoðun kom í ljós að hann er með alvarleg meiðsl í bakinu sem virðast vera ættgeng og samkvæmt læknisráði má hann ekki spila badminton næstu sex mánuðina.

Þetta eru auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir Helga sem og íslenska landsliðið í badminton. Helgi segir sjálfur að hann hafi verið farin að hlakka mikið til að taka þátt í Evrópumótinu sem fram fer í apríl í Danmörku. Hefði verið gaman að fylgja eftir sigrinum í Laugardalshöll í janúar og taka þátt í keppni A-þjóða Evrópu. Eins og staðan er í dag er ólíklegt að Helgi geti gefið kost á sér í það verkefni.

Badmintonsambandið óskar Helga góðs bata og vonar að hann fái mein bóta sinna sem fyrst.
Skrifađ 19. oktober, 2007
ALS