Helgi ˙r Ý einli­aleik

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson beið lægri hlut fyrir andstæðing sínum í 16-liða úrslitum einliðaleiks karla á alþjóðlega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International sem fram fer í Nicosia á Kýpur þessa dagana. Helgi hefur þar með lokið keppni í einliðaleik á mótinu.

Andstæðingur Helga, Daninn Martin Baatz Olsen, átti í raun aldrei möguleika gegn okkar manni í fyrstu lotu en hana sigraði Helgi 21-17. Í annari lotu kom Daninn mun sterkari til leiks og snérist þá spilið við og sigraði Martin 21-10. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Oddalotuna sigraði Martin þrátt fyrir góða kafla hjá Helga 21-17.

Innan skamms leikur Magnús Ingi Helgason einnig í 16-liða úrslitum einliðaleiks karla á Kýpur. Andstæðingur Magnúsar, Daninn Kasper Ipsen, er talin annar sterkasti maður mótsins. Hægt er að fylgjast með leik þeirra beint á netinu með því að smella hér en hann hefst kl. 10.30 að íslenskum tíma.

Síðar í dag eða kl. 14.30 leika þeir Magnús Ingi og Helgi í átta liða úrslitum í tvíliðaleik karla. Andstæðingar Íslandsmeistaranna eru Danirnir Martin Kragh og Tore Vilhelmsen.

Skrifa­ 10. oktober, 2008
ALS