SPRON mótaröđin heldur áfram á Akranesi

Annað mótið á SPRON mótaröð Badmintonsambands Íslands, Atlamót ÍA, fer fram á Akranesi um helgina. Atlamótið er haldið til minningar um Atla Þór Helgason, ötulan liðsmann Badmintonfélags Akraness, sem lést af slysförum árið 1980.

Als eru 73 keppendur frá fimm félögum skráðir til keppni að þessu sinni sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra. Ida Larusson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar sem sigraði í einliða- og tvíliðaleik í meistaraflokki kvenna í síðasta móti á mótaröðinni er á meðal keppenda um helgina. Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason úr TBR sem höfðu nokkra yfirburði í meistaraflokki karla í síðasta móti er ekki með að þessu sinni en þeir félagar taka þátt í móti á Kýpur um helgina.

Leikið verður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Keppni hefst á laugardag kl. 12.00 á tvenndarleik. Leikið verður fram í undanúrslit í öllum flokkum á laugardeginum og má búast við að keppni ljúki um kl. 17. Á sunnudeginum hefst keppni kl. 10.00. Reiknað er með að úrslitaleikir í meistaraflokki hefjist kl. 14 og að keppni ljúki um kl. 16.30.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Atlamóts ÍA.

Skrifađ 9. oktober, 2008
ALS