EM - Broddi fékk silfur

Leikið var til úrslita í dag á Evrópumóti öldunga sem fram fer á Spáni . Broddi Kristjánsson vann til silfurverðlauna í flokki 45-49 ára leikmanna.

Broddi mætti í úrslitum Dananum Martin Quist en fyrir mótið var Quist talinn líklegastur til sigurs í +45 flokknum. Úrslitaleikur þeirra Brodda og Quist lauk með sigri Danans 21:12 og 21:11. Árangurinn hjá Brodda á Evrópumóti öldunga er mjög góður og skemmtileg viðbót við frábæran feril hans sem íþróttamanns í fremstu röð. Nokkur helstu afrek Brodda á ferlinum eru:

  • 43 Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokki, 14 í einliðaleik, 20 í tvíliðaleik og 9 í tvenndarleik.
  • 167 landsleikir fyrir Íslands hönd.
  • Náði best 17.sæti á heimslistanum í tvíliðaleik karla með Árna Þór Hallgrímssyni.
  • Keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.

Þess má geta að síðasta Íslandsmeistaratitil vann Broddi í einliðaleik árið 2002 og í tvíliðaleik árið 2006.

Öll úrslit Evrópumóts öldunga má nálgast hér: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=23881

Skrifađ 4. oktober, 2008
ALS