Badmintonveisla í Stokkhólmi

Alþjóðlega badmintonmótið, Swedish International Stockholm, fer fram helgina 22.-25.janúar 2009 í Stokkhólmi.

Mótið hefur um árabil verið haldið í bænum Tåby rétt fyrir utan höfuðborgina en hefur nú verið fært inní borgina. Markmiðið er að gefa þátttakendum kost á að njóta Stokkhólms betur en aðeins fimm mínútur tekur að fara með list inní miðbæinn þar sem mikið er um áhugaverða ferðamannastaði.

Svíar ætla að slá til sannkallaðrar badmintonveislu þessa helgi því ásamt því að halda mót á Evrópumótaröðinni verður boðið uppá námskeið fyrir þjálfara og æfingabúðum fyrir unga leikmenn. Badmintonáhugafólk er hvatt til að fjölmenna með alla fjölskylduna til Stokkhólms í janúar og taka þátt í badmintonveislunni.

Smellið hér og hér til að skoða auglýsingu frá sænska badmintonsambandinu og hér til að skoða heimasíðu mótsins.

Skrifađ 7. oktober, 2008
ALS