Tinna í undanúrslitum í Kastrup

Landsliðskonan Tinna Helgadóttir úr TBR sem þennan veturinn æfir og keppir með félaginu Greve í Kaupmannahöfn tók þátt í opnu M móti í Kastrup um helgina. M mót eða Mesterrække mót eru næststerkustu badmintonmótin í Danmörku.

Tinna og meðspilari hennar úr Greve Pernille Levinsky Jensen komust í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna í mótinu en þar töpuðu þær naumlega í þriggja lotu leik 20-22, 21-15 og 20-22. Tinna tók einnig þátt í einliðaleik í mótinu en var ansi óheppin með röðun. Í fyrsta leik mætti hún toppröðu stúlkunni Anne Marie Pedersen sem jafnframt sigraði í einliðaleik kvenna á mótinu. Tinna var þó ekki langt frá því að slá sigurvegarann út í fyrstu umferð því báðar loturnar fóru 22-20.

Smellið hér til að skoða úrslit úr M móti Kastrup Magleby Badmintonklub.

Tinna Helgadóttir

Skrifað 28. september, 2008
ALS