Ţjálfarar mennta sig

Um helgina fór fram í Laugardalnum þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1a, grunn námskeið í þjálfaramenntunarkerfi BSÍ. Alls tók 21 þjálfari þátt í námskeiðinu frá átta félögum víðsvegar af landinu.

Bæði var um að ræða bóklega og verklega kennslu. Mest áhersla var lögð á fjölbreytta leiki og spilaform til að nota við kennslu barna og unglinga en einnig lærðu þjálfararnir ýmislegt um tækni, skipulagningu þjálfunar o.fl. Þá kom Laufey Sigurðardóttir ein af reyndari dómurum landsins í heimsókn og fór í gegnum reglur og þá sérstaklega þau atriði sem þjálfarar þurfa að hafa í huga við vinnu sína.

Smellið hér til að skoða myndir frá námskeiðinu um helgina.

Næsta námskeið í þjálfaramenntunarkerfi BSÍ er Badmintonþjálfari 1b sem haldið verður helgina 9.-11.janúar 2009. Námskeiðið er aðeins í boði fyrir þá þjálfara sem lokið hafa Badmintonþjálfara 1a eða sambærilegri menntun. Anna Lilja Sigurðardóttir, fræðslustjóri BSÍ, tekur á móti skráningum á tölvupóstfangið annalilja@badminton.is.

Badmintonþjálfari 1a. Ásgeir Andri Adamsson, Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir, Brynhildur Svava ÓLafsdóttir, María Jóhannsdóttir og Elín Björg Jónsdóttir. 

Þjálfarar í verklegum tíma í TBR-húsunum um helgina.

Eftirfarandi þjálfarar tóku þátt í og luku Badmintonþjálfara 1a um helgina.

Anna María Björnsdóttir, TBS
Árni Magnússon, UMFA
Ásgeir Andri Adamsson, TBA
Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir, TBA
Brynhildur Svava Ólafsdóttir, TBA
Daníel Reynisson, KR
Eiríkur Bergmann Henn, ÍA
Elín Björg Jónsdóttir, TBS
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, TBR
Halldóra Elín Jóhannsdóttir, TBR
Heiðar B. Sigurjónsson, BH
Hulda Jónasdóttir, BH
Irena Rut Jónsdóttir, ÍA
Karen Ýr Sæmundsdóttir, Þór
Kjartan Ágúst Valsson, BH
María Jóhannsdóttir, TBS
Róbert Þór Henn, ÍA
Sindri Jarlsson, UMFA
Tómas Björn Guðmundsson, BH
Vignir Sigurðsson, TBR
Þorbjörg Kristinsdóttir, TBR

Skrifađ 16. september, 2008
ALS