Mikill fjöldi skráđur í Unglingamót BH

Unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar, sem er liðakeppni milli félag, fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Í mótið eru skráð 22 lið frá 8 félögum, samtals tæplega 120 börn og unglingar. Í fyrra voru aðeins 8 lið skráð til keppni frá 5 félögum og því um verulega aukningu að ræða. Hugsanlegt að hið skemmtilega spilafyrirkomulag þar sem leikmenn spila í liðum fyrir sitt félag hafi slegið í gegn.

Mótið hefst kl. 13.00 á laugardag en þá keppa U17/U19 lið og U13 - A lið. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 19.30. Á sunnudag hefst keppni kl. 10.00 en þá keppa U15 A og B lið og U13 - B lið. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 17.

Nákvæma niðurröðun mótsins má finna á heimasíðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar eða með því að smella hér.

Skrifađ 18. oktober, 2007
ALS