Fyrsta ţjálfaranámskeiđ vetrarins um helgina

Um helgina fer fram í Laugardalnum fyrsta þjálfaranámskeið vetrarins í badminton. Um er að ræða þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1A sem er fyrsta af þremur grunnnámskeiðunum sem boðið verður uppá í vetur.

Skráning í námskeiðið er mjög góð en alls hafa tuttugu þjálfarar frá átta félögum víðsvegar af landinu skráð sig til þátttöku. Kennari á námskeiðinu er Anna Lilja Sigurðardóttir fræðslustjóri BSÍ en einnig kemur Laufey Sigurðardóttir dómari fræðir þjálfarana um badmintonreglur.

Dagskrá helgarinnar er stíf hjá þjálfurunum en hana má skoða með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um þjálfaranámskeið á vegum Badmintonsambandsins veturinn 2008-2009 má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 10. september, 2008
ALS