ÓL - Ćfingar ganga vel hjá Rögnu

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í Ólympíuleikunum í ágúst fyrir Íslands hönd. Flestir sem fylgst hafa með Rögnu undanfarin ár vita að hún hefur lagt mikið á sig og á svo sannarlega skilið að vera einn af 172 badmintonmönnum sem taka þátt í Peking í ágúst. Þrátt fyrir að flest badmintonfólk sé ekki mikið að spila badminton þessa dagana er alls ekki rólegt hjá Rögnu enda undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í fullum gangi. Fréttaritari www.badminton.is fékk Rögnu til að svara nokkrum spurningum um hvernig gangi hjá henni o.fl.

Hvað ertu að æfa mikið þessa dagana? Ég er að æfa badminton einu sinni á dag fimm daga vikunnarRagna Ingólfsdóttir og ég æfi eitthvað annað einu sinni á dag fimm daga vikunnar líka, t.d. hjóla, lyfta og styrktaræfingar. Um helgar slaka ég á, allavega annan daginn, yfirleitt á laugardegi, og geri ekki neitt, til að endurheimta orkuna og byggja upp orku fyrir næstu viku. Á sunnudögum fer ég stundum í golf eða world class og geri eitthvað skemmtilegt.

Hvernig ganga æfingar? Það gengur mjög vel að æfa. Huang er að hjálpa mér í badmintoninu og svo er ég með sjúkraþjálfara sem hjálpar mér að styrkja mig. t.d. er mjög mikilvægt fyrir mig að huga vel að hnénu núna og er ég með æfingar sem eru sérstaklega til að passa upp á að hnéð sé nógu sterkt.

Hver er besti æfingafélaginn? Það er mjög gott að hafa Huang. Hann getur feed-að mig endalaust og veit hvað ég þarf að æfa sérstaklega. En Atli Jóhanness er langbestur, hann er orðinn svo góður spilari og hann er alltaf til í að hjálpa mér að bæta mig.

Hvenær ferðu til Kína? 31. júlí legg ég af stað héðan.

Áttu einhvern drauma andstæðing í fyrstu umferðinni? Það væri fínt að fá einhvern sem er í kringum mig á heimslistanum eða neðar. Ég hef nokkur nöfn í huga.

Hver fer með þér út? Huang og Ása (red. framkvæmdastjóri BSÍ). Fjölskyldu minni langaði líka að
fara, en það eru öll hótel þarna löngu upppöntuð, sum 3 ár aftur í tímann, svo er erfitt að fá flug, t.d. kostar flug til kína núna um 200 þúsund krónur. þannig að það var eiginlega tekin ákvörðun um að þau
myndu bara vera með mér í anda.Ragna Ingólfsdóttir

Getur þú sagt eitthvað á kínversku? Já ég kannast við nokkur orð í kínversku núna, enda bauð ÍSÍ upp á 10 tíma kínversku kennslu fyrir stuttu. Ísland er bing dao og góðann daginn er ni hou. En ég held ég
láti Huang sjá um kínverskuna þarna úti, fínt að vera með einn heimamann með sér.

Þekkir þú einhverja íþróttamenn í íslenska hópnum? Já við stelpurnar sem áttum möguleika á að ná inn á leikana erum búnar að vera að hittast í ár og þekkjumst orðið ansi vel. Þær eru flestar búnar að ná inn á leikana núna.

Ertu farin að hlakka til Ólympíuleikanna? Já ég er búin að hlakka til þeirra í um 6 ár núna, þannig að spennan magnast á hverjum degi.

Hvað heldur þú að verði skemmtilegast í Kína? Að vera í kringum bestu íþróttamenn heims í sínum greinum, að horfa á mismunandi íþróttir á hverjum degi, að styðja sitt fólk og opnunar og lokahátíðirnar.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingur, ég borða kjúkling á hverjum degi.

Áttu þér uppáhalds högg á badmintonvellinum? Skurðardropp úr forhandarhorninu, hef náð að skora úr því allavega nokkrum sinnum á ferlinum.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari flottu íþróttakonu á Ólympíuleikunum í Kína. Vonandi að Sjónvarpið sýni sem mest frá badmintonkeppninni svo að badmintonáhugamenn geti fengið að upplifa stemninguna á þessu stóra móti. Dregið verður í badmintonkeppnina laugardaginn 26.júlí næstkomandi.

Skrifađ 18. júlí, 2008
ALS