ÓL - Mánuđur til stefnu

Það styttist óðum í hina miklu og mögnuðu íþróttahátíð Ólympíuleikana, sem fram fara í Peking í Kína í ágúst. Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir mun keppa á leikunum fyrir Íslands hönd ásamt íþróttafólki úr frjálsum íþróttum, handknattleik, júdó og sundi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur veg og vanda að undirbúningi og skipulagi ferðar íþróttafólksins til Kína og má vægast sagt segja að hjá þeim sé í mörg horn að líta.

Ragna keppir í einliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum en alls munu 47 konur keppa um Ólympíumeistaratitilinn í greininni. Keppnisfyrirkomulagið er útsláttarkeppni þar sem keppni hefst í 64 manna úrslitum. Alls munu 17 leikmenn sitja hjá í fyrstu umferðinni sem leikin verður laugardaginn 9.ágúst en önnur umferð (32 manna úrslit) fer fram sunnudaginn 10.ágúst.Ragna Ingólfsdóttir og Huanhuan eitt af lukkudýrum Ólympíuleikanna í Peking 2008. Á ársþingi BSÍ var Rögnu óskað til hamingju með að hafa tryggt sér þátttöku á Ólympíuleikunum og fékk hún blómvönd frá stjórn BSÍ af því tilefni.

Draga átti í badmintonkeppni Ólympíuleikanna mánudaginn 4.ágúst. Vegna fjölda áskoranna, frá fjölmiðlum sérstaklega, hefur drátturinn verið færður til laugardagsins 26.júlí. Það verður spennandi að sjá hverjum Ragna mætir í sínum fyrsta leik. Andstæðingur hennar getur verið allt frá því að vera númer 1 á heimslistanum til 119. Smellið hér til að finna lista yfir þátttakendur í badminton á Ólympíuleikunum.

Íþróttamennirnir 172 sem taka þátt í badmintonkeppni Ólympíuleikanna koma frá 50 löndum víðsvegar um heiminn. Flestir keppendur koma frá Kína eða 19 talsins. Danir verða fjölmennastir Evrópuþjóða en 10 leikmenn þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á leikunum. Leikmenn frá Evrópu verða samtals 56 frá 24 löndum. Badminton Europe er að safna saman upplýsingum um leikmennina sem hægt er að skoða með því að smella hér. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir en einn þeirra leikmanna sem útbúnar hafa verið upplýsingar um, smellið hér til að skoða þær.

 

Skrifađ 8. júlí, 2008
ALS