Ný heimslisti - Ragna fellur um tvö sćti

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Afrekskonan Ragna Ingólfsdóttir fellur um tvö sæti milli vikna og er nú í 56.sæti listans. Þá er Ragna númer 21 á listanum yfir bestu einliðaleikskonur Evrópu.

Þessa dagana undirbýr Ragna sig af fullum krafti fyrir Ólympíuleikana í Peking. Hún mun ekki taka þátt í neinum mótum fram að leikunum og því má ekki búast við neinum stökkum hjá henni upp heimslistann fyrr en kannski eftir leikana.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF. Smellið hér til að skoða lista yfir bestu einliðaleikskonur Evrópu.

Ragna Ingólfsdóttir

Skrifađ 3. júlí, 2008
ALS