Heimslistinn - litlar breytingar

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gefur út heimslista í badminton í hverri viku á fimmtudögum. Tekið er tillit til tíu bestu móta leikmanna og fá þeir stig fyrir þau.

Íslandsmeistarinn og Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 54 í einliðaleik kvenna á lista dagsins. Þá er hún númer 22 á listanum yfir bestu einliðaleikskonur Evrópu. Engar stórkostlegar breytingar hafa orðið á heimslistastöðu Rögnu á árinu en hún hefur hæðst komist í 50.sætið (29.maí) og lægst farið í 59.sætið (10.apríl).

Smellið hér til að skoða heimslistan í badminton fimmtudaginn 26.júní.

Skrifađ 26. júní, 2008
ALS