Nýr heimslisti - Ragna fellur um eitt sćti

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 51 á listanum yfir bestu einliðaleikskonur heims og fellur um eitt sæti milli vikna. Þá er Ragna númer 21 á listanum yfir bestu einliðaleikskonur Evrópu.

Asíuþjóðirnar eru eins og áður ráðandi í efstu sætum heimslistans. Meðal asíuþjóða hafa Kínverjar síðan algera yfirburði. Þeirra leikmenn eru í efsta sæti heimslistans í öllum fimm greinum badmintoníþróttarinnar nema tvíliðaleik karla. Þá eru þeirra pör eða einstaklingar 14 sinnum á topp fimm af þeim 25 sætum sem þar eru í boði. Einu Evrópubúarnir á topp fimm heimslistanna eru Daninn Kenneth Jonassen í einliðaleik karla og Pi Hongyan frá Frakklandi í einliðaleik kvenna.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Skrifađ 5. júní, 2008
ALS