Norrćn ráđstefna á Laugarvatni

Í gær fimmtudag hófst Norræn ráðstefna á Laugarvatni á vegum ÍSÍ sem fjallar um íþróttir barna og unglinga. Sambærilegar ráðstefnur hafa verið haldnar á tveggja til þriggja ára fresti frá árinu 1994. Nú er ráðstefnan haldin í fyrsta sinn á Íslandi.

Að þessu sinni verða aðal umfjöllunarefnin tvö. Annars vegar „brottfall" og hins vegar „hvernig hægt er að ná í og halda leiðtogum í barna og unglingastarfi". Átta íþróttagreinar hafa fengið boð um að senda fulltrúa á ráðstefnuna en það eru knattspyrna, handknattleikur, íshokkí, sund, frjálsar íþróttir, siglingar, júdó og badminton. Þeir Njörður Ludvigsson og Ástvaldur Frímann Heiðarsson sitja ráðstefnuna fyrir hönd Badmintonsambands Íslands. Auk Íslands verða þátttakendur frá Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku á ráðstefnunni.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Skrifađ 6. júní, 2008
ALS